Teya Iceland Posagreiðslur Fyrstu skrefin Fyrstu skrefin með PAX A35 Uppfærð Apríl 03, 2025 11:27 PAX A35 posinn frá Teya keyrir á Android hugbúnaði, er með takkaborð og er gerður til að tengjast öllum helstu kassakerfum. Posinn er hannaður með einfaldleika í fyrirrúmi með áherslu á örugga og þægilega greiðslulausn fyrir allar gerðir afgreiðslu. Hvað er í kassanum? Posi USB-A í USB-C rafmagnssnúra og innstunga Tengikví Leiðbeiningar Límmiðar Setja upp posann Tengja snúrur og kveikja á tækinu Tengdu USB-A í USB-C rafmagnssnúruna [B] og í innstunguna [A] og stingdu henni í rafmagn. Tengdu endann á USB-C rafmagnssnúrunni við tengikvíina[C]. Tengdu tengikvíina í USB-C tengið á posanum og festu aftur hlífina. Tengjast neti Tengdu tengikvíina [C] við Ethernet/LAN snúru fyrir stöðuga tengingu. Einnig er hægt að nota USB-A eða RS232 fyrir gagnatengingu. Kveikja á posanum Posinn kveikir sjálfkrafa á sér þegar hann er tengdur við rafmagn. Ef hann kveikir ekki á sér skaltu athuga rafmagnstenginguna. Setja upp posann Þegar kveiknar á posanum opnast Teya greiðsluforritið sjálfkrafa. Að setja upp posann er einfalt, þú gerir það með því að fylgja skrefunum hér fyrir neðan: Velja tungumál og tengjast neti Veldu tungumál. Það er hægt að breyta seinna með því að fara í posastillingar. Tengjast neti: Ethernet, mælum með fyrir stöðugari tengingu; Wifi Netsnúra Skráðu þig inn á Teya aðganginn þinn Skannaðu QR kóðann sem birtist á skjánum með símanum þínum eða opnaðu vefslóðina fyrir neðan í vafra. Sláðu inn staðfestingarkóðann á posanum eða staðfestu hann og smelltu á Submit. Í framhaldi verður beðin/nn um að skrá þig inn með Teya ID aðganginum þínum. Vegna öryggis ástæðna, ef þú ert starfsmaður en ekki eigandi, þarf eigandi reksturs annaðhvort að: Setja þig upp sem "Starfsmann" í Teya appinu - Sjá hér; Eigandi fer inn á vefslóðina (id.teya.com/verify), skráir sig inn og setur inn kóðann sem kemur fram á posanum. Þetta skref getur átt sér stað hvaðan sem er, eina sem þarf er kóðinn sem birtist á posanum. Veldu samning Ef það eru fleiri en einn samningur skráður á þig, þarft þú að velja hvaða samningur á að vera tengdur við posann sem þú ert að setja upp. Staðfestu að þetta sé réttur samningur sem þú ert að tengja posann við. Eftir að samningur hefur verið staðfestur er ekki hægt að breyta um samning, svo mikilvægt að fara vel yfir áður en þetta skref er staðfest. Setja upp PIN númer Eftir að þú hefur staðfest réttan samning, þarft þú að setja upp PIN-númer fyrir posann. PIN-númerið er notað þegar þarf að gera endurgreiðslur, skoða söluyfirlit og breyta stillingum. Þú þarft að samþykkja PIN-númerið með því að setja það inn aftur. Grunnstillingar og nafn posa Í lokin getur þú stillt grunnstillingar posans, eins og að virkja þjórfé og kvittun söluaðila. Veldu hvernig kassakerfistengingu þú vilt setja upp. Hér getur þú einnig gefið posanum þínum nafn svo að það sé auðveldara að aðgreina posana þína ef þú ert með fleiri en einn posa. Posinn þinn mun sjálfkrafa fá táknmynd/emoji. Taka á móti færslum Uppsetning er klár og þú getur byrjað að taka við færslum! Til að taka á móti fyrstu færslunni þinni, sláðu inn upphæð og notaðu eftirfarandi greiðsluleið: Snertilaust Kort: Kortið eða sími er sett upp við efri-hluta posans. Kort: Settu kortið inn í neðri hluta posans eða á hægri hlið posans (fer eftir tegund posa) Kort með segulrönd: Renndu kortinu frá vinstri til hægri á efri hluta posans. Endurræsa posann Til að endurræsa, haltu inni græna og rauða takkanum 5 sekúndur. Athugið: Ekki er mælt með að taka rafmagnssnúruna úr posanum til að endurræsa tækið. Var þessi grein gagnleg? Já Nei 0 af 0 fannst þessi grein gagnleg