Notendaumsjón í Teya appinu

  • Uppfærð

Í Teya appinu getur þú haft umsjón með notendum, breytt hlutverki og fjarlægt eða bætt við nýjum notendum.

Hlutverk

Það eru þrjú mismunandi hlutverk í Teya appinu:

  • Eigandi: Þetta hlutverk er fyrir eigendur og prókúruhafa. Eigandi getur framkvæmt allar sömu aðgerðir og Stjórnandi og Starfsmaður en er einnig með umsjón yfir rekstrinum.
  • Stjórnandi: Stjórnendur eru með aðgang að ýmsum aðgerðum eins og að skoða skráðann bankareikning, breyta rekstrarupplýsingum og að endurgreiða færslur.
  • Starfsmaður: Starfsmenn eru með aðgang að appinu til að skoða síðustu færslur taka á móti færslum með Teya Tapp í Android tækjum.

Hvernig bæti ég við notanda?

  1. Opnaðu Stillingar;
  2. Veldu Notendur og leyfi;
  3. Smelltu á Bæta við notanda + og fylltu út nauðsynlega reiti;
  4. Aðgangspóstur með innskráningarupplýsingum er sendur á notanda.

Hvernig fjarlægi ég notanda?

  1. Opnaðu Stillingar;
  2. Veldu Notendur og leyfi;
  3. Finndu þann notanda sem þú vilt fjarlægja;
  4. Smelltu á ruslatunnuna hjá notandanum;
  5. Ýttu á Fjarlægja.

Var þessi grein gagnleg?

0 af 0 fannst þessi grein gagnleg