Teya Iceland Posagreiðslur Leiðbeiningar Skipta út posa Uppfærð Mars 12, 2025 11:59 Í þessari grein munum við fara yfir hvernig á að virkja posa ef það var óskað eftir að biluðum posa verði skipt út. Með því að fylgja skrefunum hér að neðan ættir þú að geta tengt posann við samninginn þinn hjá Teya án vandræða og byrjað að taka á móti greiðslum, allar stillingar munu færast yfir í nýja posann. Kveikja á posanum Ræsitakka er að finna vinstamegin. Haltu takkanum inni í nokkrar sekúndur til að kveikja á posanum Þegar að kveikt hefur verið á posanum, smelltu á Byrja til að hefja uppsetningu Ræsitaka er að finna hægra megin. Haltu takkanum inni í nokkrar sekúndur til að kveikja eða slökkva á posanum. Ef posinn byrjar að hlaða niður hugbúnaði bíddu í nokkrar mínútur þar til því er lokið. Þegar að kveikt hefur verið á posanum, smelltu á Byrja til að hefja uppsetningu. Setja upp posann Að velja tungumál og nettengingu Eftir að þú hefur kveikt á posanum er fyrsta skrefið að velja tungumál sem þú vilt að posinn þinn sé stilltur á. Þú getur breytt tungumálinu seinna ef þú þarft að breyta því með því að fara í posastillingar. Til að posinn geti tekið á móti greiðslum þarf hann að vera með nettengingu. Posinn kemur með SIM korti og er sjálfkrafa tengdur við frítt farsímanet. Það fer eftir staðsetningu þinni og aðstæðum, tækið getur tengst 4G, 3G eða 2G farsímatengingu. Við mælum með að tengja posann þinn við WiFi net. Það tryggir stöðugri tengingu sem gerir þér kleift að halda áfram að vinna úr greiðslum jafnvel á annasömum tímum. Mikilvægt: vegna hugsanlegra öryggisvandamála skaltu forðast að tengja posann við almennings WiFi net. Mikil hætta er á að greiðslum sé hafnað eða seinkað á almennu neti. Að tengja posann við Teya samninginn þinn Þegar þú hefur tengt posann við netið, er næsta skref að tengja posann þinn við Teya aðganginn þinn. Það eru tveir valmöguleikar við að tengja posann: Skanna QR kóðann sem birtist á skjánum með símanum þínum Fara inná id.teya.com/verify í tölvu eða öðru tæki. Á síðunni setur þú inn kóðann sem birtist á skjánum á posanum þínum. Ef þú skannaðir QR kóðann, ætti kóðinn sjálfkrafa að koma upp. Smelltu á staðfesta til að fara áfram í næsta skref. Næst, skráðu þig inn á Teya aðganginn þinn. Ef þú hefur ekki ennþá sett upp aðganginn með skráðu netfangi, verður þú beðinn um að setja upp aðgang. ⚠️Af öryggisástæðum, ef þú ert starfsmaður en ekki eigandi, þarf eigandi rekstursins annaðhvort að: Setja þig upp sem “starfsmann” í Teya Appinu - Sjá hér. Eigandi fer inná slóðina (id.teya.com/verify), skráir sig inn og setur inn kóðann sem kemur fram á posanum. Þetta skref getur átt sér stað hvaðan sem er, eina sem þarf er kóðinn sem birtist á posanum. Veldu og staðfestu samning Ef það eru fleiri en einn samningur skráður á þig, þarft þú að velja hvaða samningur á að vera tengdur við posann sem þú ert að setja upp. Staðfestu að þetta sé réttur samningur sem þú ert að tengja posann við. Eftir að samningur hefur verið staðfestur er ekki hægt að breyta um samning, svo mikilvægt að fara vel yfir áður en þetta skref er staðfest. Veldu posa til að skipta út Kerfið okkar mun skynja að þú sért að skipta út biliðum posa og mun biðja þig um að velja posa til að skipta út. Þú sérð lista af öllum posum sem eru tengdir við samninginn þinn. Þú getur leitað eftir raðnúmeri (S/N) eða TID til að skipta út réttum posa. Raðnúmerið á posanum stendur í strikamerkinu aftan á posanum. TID stendur neðst í valmyndinni í Payments appinu. Eftir að hafa valið posa þarftu að staðfesta að þetta sé réttur posi sem þú ætlar að skipta út. Posinn sem þú velur mun aftengjast og ekki geta tekið á móti færslum eftir að þú staðfestir. Setja upp PIN-númer Eftir að þú hefur staðfest réttan samning, þarft þú að setja upp PIN-númer fyrir posann. PIN-númerið er notað þegar þarf að gera endurgreiðslur, skoða söluyfirlit og breyta stillingum. Þú þarft að samþykkja PIN-númerið með því að setja það inn aftur. Grunnstillingar og nafn posa Í lokin getur þú stillt grunnstillingar posans, eins og að virkja þjórfé og kvittun söluaðila. Hér getur þú einnig gefið posanum þínum nafn svo að það sé auðveldara að aðgreina posana þína ef þú ert með fleiri en einn posa. Posinn þinn mun sjálfkrafa fá táknmynd/emoji. Uppsetning er klár og þú getur byrjað að taka við færslum! Eftir að uppsetning er klár færist þú yfir á aðalvalmynd posans. Allar stillingar og eiginleikar (svo sem Greiðslubeiðnir, Þjórfé og kassakerfisstilling) úr gamla posanum færast sjálfkrafa yfir í nýja posann. Var þessi grein gagnleg? Já Nei 0 af 0 fannst þessi grein gagnleg