Teya Iceland Posagreiðslur Kassakerfi Tenging við Noona Uppfærð Apríl 11, 2025 16:13 Í þessari grein eru leiðbeiningar hvernig á að tengja Teya posa við Noona. Hér fyrir neðan er farið yfir allt frá uppsetningarferlinu og hvernig á að taka á móti greiðslu í gegnum kassakerfi frá Noona með Teya posanum þinum. Setja upp tengingu Skref 1: Setja upp í Noona 1. Skráðu þig inn á Noona HQ (í vafra). 2. Opnaðu ≡ Valmyndina efst í vinstra horninu. 3. Smelltu á Stillingar. 4. Veldu Tengingar/Integrations. 5. Skráðu þig inn með Teya aðganginum þínum. Athugið – Fyrir frekari upplýsingar um innskráningu með Teya aðganginum þínum getur þú skoðað þessa grein – Teya ID. 6. Þér verður vísað aftur á Noona HQ. 7. Opnaðu Greiðsluleiðir/Payment Methods og smelltu á Tengja posa/Connect terminal. Athugið – Posinn er merktur með raðnúmerinu (S/N) aftan á posanum. Skref 2: Uppsetning á Teya posanum 1. Ræstu greiðsluforritið með því að smella á Payments appið í aðalvalmyndinni. 2. Opnaðu Valmyndina í efra hægra horninu. 3. Smelltu á Kassakerfi. 4. Sláðu inn PIN-númer stjórnanda. 5. Virkjaðu Kassakerfisstillingu. 6. Farðu til baka til að læsa posann í kassakerfisstillingu. Athugið – Það verður að vera kveikt á þessum eiginleika til þess að tengingin milli Teya Payments og Noona sé virk. Þegar það er búið að virkja eiginleikann verður Teya Payments appið læst og tilbúið að taka á móti greiðslum. Posinn þinn er nú tilbúinn til að taka við greiðslum í gegnum Noona. Að hefja greiðslu 1. Í Noona, veldu bókun í dagatalinu sem þú vilt skoða. 2. Smelltu á Afgreiða hnappinn í neðra vinstra horninu. 3. Veldu Vörur ef þörf er á. Þeim verður bætt við heildarupphæð greiðslunnar. 4. Smelltu á bláa Greiða hnappinn neðst á skjánum. 5. Veldu Greiðslukort valmöguleikann. Athugið – Ef margir posar eru tengdir við Noona verðurðu beðin/n um að velja hvaða posa þú vilt nota. 6. Greiðslan birtist sjálfkrafa í posanum. 7. Notaðu snertilaust, örgjörva eða segulrönd til að greiða í posanum. 8. Skjárinn mun birta Samþykkt fyrir heimilaða færslu. Athugið – Ef þú vilt klára bókun í Noona án þess að viðkomandi hafi bókað í gegnum appið þarftu að smella á Ný sala í neðra hægra horninu í dagatalinu. Endurgreiða færslu Smelltu hér til að sjá nánari leiðbeiningar hvernig á að endurgreiða. 1. Opnaðu Valmyndina með því að smella á X í vinstra horninu. 2. Smelltu á Færslur og endurgreiðslur. 3. Finndu færsluna með því að leita eða nota síur. 4. Ýttu á færsluna og smelltu á endurgreiða. Þá ertu búin/nn að endurgreiða færsluna en til að skrá endurgreiðsluna í Noona þarftu að: 1. Finna þá Bókun sem á að endurgreiða. 2. Smelltu á Reikningar. Þú getur einnig fundið það undir Sala → Reikningar. 3. Smelltu á Endurgreiða og veldu Greiðslukort. Endurgreiðslan verður síðan skráð í Noona kerfinu. Var þessi grein gagnleg? Já Nei 0 af 0 fannst þessi grein gagnleg