Teya Iceland Posagreiðslur Færslur Endurgreiðslur Uppfærð Október 29, 2024 14:36 Greiðsluforritið í posanum býður upp á gott yfirlit yfir færslur, og möguleika á að endurgreiða viðskiptavinum þínum beint í gegnum posann. Ef viðskiptavinur vill skila vöru eða þjónustu og það var borgað með korti getur endurgreitt færsluna í posanum. Yfirlit yfir öll fyrri viðskipti er að finna í appinu undir Færslur og endurgreiðslur. Þú getur nú endurgreitt án þess að korthafi sé viðstaddur. Einfaldlega fylgdu skrefunum hér að neðan. Endurgreiðslur Opnaðu valmyndina efst í hægra horninu. Ýttu á Færslur og endurgreiðslur. Leitaðu af færslunni eða notaðu kortið/leitarvélina/síur til að finna færsluna sem þú vilt endurgreiða. Þegar þú finnur færsluna sem þú vilt endurgreiða smellir þú á hana. Smelltu á Endurgreiða. Sláðu inn fjögurra stafa PIN-númer. Þá opnast gluggi sem biður þig um að velja Full endurgreiðsla, eða stimpla inn þá upphæð sem á að endurgreiða. Athugið - Endurgreiðslan getur verið að fullu eða að hluta, fer allt eftir vörunni eða þjónustunni sem viðskiptavinurinn þinn er að skila. Athugið að upphæð endurgreiðslu getur ekki verið hærri en upphæð upphaflegu viðskiptanna. Smelltu á Áfram. Athugaðu hvort að endurgreiðsluupphæðin stemmi og smelltu á Endurgreiða. Athugið, þetta er seinasta skrefið sem þú hefur til þess að hætta við endurgreiðsluna. Athugið - Þú getur nú endurgreitt án þess að korthafi sé viðstaddur. Færslan verður endurgreidd á það kort sem var notað í viðskiptunum. Þessi eiginleiki gefur þér og viðskiptavinum þínum aukinn sveigjanleika. Staðfestingarskjárinn mun annað hvort birta Endurgreiðsla samþykkt eða Greiðsla ógild. Ef þú vilt prenta kvittun viðskiptavinar, smelltu á Prenta kvittun viðskiptavinar. Upplýsingar um endurgreiðslur/ógildingu verða sýnilegar í Færslusögunni. Mikilvægt - Ef þú hættir við færslu samdægurs verður færslan ógild. Þetta gerist út af því að það er ekki búið að vinna færsluna í bakendanum okkar að fullu og mun því birtast sem Greiðsla ógild undir Færslur og endurgreiðslur. Hins vegar, ef þú hættir við færslu eftir að það er búið að vinna hana í bakendanum mun hún birtast sem Endurgreiðsla samþykkt undir Færslur og endurgreiðslur. Þetta gefur til kynna að upphæð færslunnar hefur verið endurgreidd til viðskiptavinar. Var þessi grein gagnleg? Já Nei 0 af 0 fannst þessi grein gagnleg