Teya Iceland Hafa samband við Teya Hafa samband við Teya Óheimiluð og takmörkuð viðskiptastarfsemi Uppfærð Ágúst 13, 2025 12:12 Hjá Teya er markmið okkar að styrkja lítil og meðalstór fyrirtæki, hjálpa þeim að vaxa og ná framförum. Við trúum á að gera fjármálaþjónustu aðgengilega fyrir alla með því að bjóða upp á þær lausnir og innviði sem þarf til að ná árangri. Hins vegar, sem fjármálafyrirtæki ber okkur að fylgja ákveðnum lögum og reglum sem hafa það markmið að vernda okkur, okkar viðskiptavini og fjármálakerfið í heild sinni. Þetta felur í sér að við getum ekki tekið á móti ákveðnum söluaðilum þar sem að viðskiptastarfsemi þeirra fellur fyrir utan áhættuvilja Teya. Við skiljum að þessar takmarkanir geta verið hamlandi og þess vegna viljum við vera gagnsæ um hvers vegna ákveðin fyrirtæki geta ekki nýtt sér greiðsluþjónustu Teya. Í ákveðnum tilfellum er Teya háð takmörkunum sem settar eru af þjónustuveitendum Teya varðandi bankaþjónustu, sem starfa eftir sínu eigin regluverki. Teya vinnur náið með þessum aðilum með því að endurskoða og betrumbæta þessar stefnur í takt við þróun markaðarins. Samhliða því að tala fyrir breytingum sem betur endurspegla þarfir lítilla og meðalstóra fyrirtækja verðum við að fylgja viðeigandi kröfum til þess að tryggja áframhaldandi áreiðanleika og öryggi í þjónustu okkar. Óheimiluð viðskiptastarfsemi Eftirfarandi starfsemi er ekki heimiluð að nýta sér greiðslulausnir Teya: Millifærslur / Peningaúttekt Millifærsluþjónusta Óskráð gjaldeyrisþjónusta Jafningjatengdar peningasendingar Athugið: Smávöruverslanir sem bjóða upp á peningaúttektir í aukastarfsemi eru leyfðar með fyrirvara um aukið eftirlit. Stafrænir miðlar Leikir Hugbúnaðarforrit Endursöluaðilar skýjageymsluþjónustu Stafrænar vörur Veðlánastofur og endursöluaðilar Gull og verðmætur málmur Endursöluaðilar raftækja Sala á notuðum ökutækjum Skotvopn Byssur Skotfæri Athugið: Sala á skotvopnum er stranglega bönnuð. Aðeins er leyft að leigja byssur á staðnum og selja skotfæri til notkunar á æfingasvæði. Sérhver starfsemi sem leyfir viðskiptavinum að kaupa skotvopn eða fjarlægja þau af svæðinu verður bönnuð. Sala á skotfærum til notkunar utan staðarins er einnig bönnuð. Skráning háð því að fyrirtæki hafi gilt leyfi til að bjóða upp á skotsvæði og skotfæri fyrir þá þjónustu. Bein markaðssetning Tryggingamiðlun Símamarkaðssetning og þjónustuver Ferðaskrifstofur sem selja flugpakka Áskriftarþjónustur Útborgun reiðufjár og hálfreiðufjárfyrirtæki Innlausnarþjónusta á ávísunum Útgefandi fyrirframgreiddra debetkorta Gjaldeyrisskipta hraðbankar Fjárhættuspil Fjárhættuspil á netinu Íþróttaveðmál Lottó og happdrætti Stjórnmála- og trúarstofnanir Fjáröflun stjórnmálaflokka Styrkir fyrir trúarsöfnuð Alþjóðleg trúboðsverkefni Uppboð og fasteignatengdar þjónustur Uppboð á listaverkum Fasteignasölur fyrir lúxuseignir Eignasöluþjónusta Stefnumótaþjónusta Stefnumótasíður Stefnumótaþjónusta Fylgdarþjónusta Sala á notuðum ökutækjum Sala á notuðum bílum Sala á öðrum notuðum farartækjum Takmörkuð viðskiptastarfsemi Eftirfarandi starfsemi krefst aukinnar áreiðanleikakönnunar áður en Teya getur veitt þjónustu. Samþykki er metið út frá hverju máli fyrir sig og áskilur Teya sér rétta á að hafna eða breyta aðgengi að þjónustu vegna breyttra áhættuþátta. Takmörkuð viðskiptastarfsemi og kröfur þeirra Klúbbar Staðfesting á því að fullorðinsafþreying eða vændi eigi sér ekki stað er áskilið. Nuddstofur Sönnun á leyfi eða önnur gögn sem staðfesta starfsemi fyrirtækisins er áskilið. Skartgripir og aðrar dýrar vörur Aukinna gagna kann að vera krafist, þar á meðal staðfesting á viðskiptum sl. þrjú ár, reikningar tengdir fyrri sölu, eða uppgjörsyfirlit sl. þriggja mánaða frá fyrri færsluhirði. Góðgerðarfélög Staðfesting á skráningu félags hjá viðeigandi staðbundnu yfirvaldi er áskilið. Ársreiknings sl. þriggja ára kann einnig að vera óskað. Athugið: Fjárvörslusjóðir sitja utan áhættuvilja Teya og slík félög þar af leiðandi ekki tekin í viðskipti. Bílaþjónusta og verkstæði Skjöl sem staðfesta starfsemi fyrirtækisins eru áskliin. Ferðaskrifstofur Staðfesting á gildum leyfum er áskilið. Skotsvæði Staðfesting á gildum leyfum er áskilið og með þeim skilyrðum að boðið sé upp á skotþjónustu á staðnum. Verktakar Afrit af þjónustusamningum kann að vera áskilið í því skyni að staðfesta starfsemi fyrirtækisins. Fasteignatengdar þjónustur Viðbótarskjöl kunna að vera áskilin í því skyni að staðfesta starfsemi fyrirtækisins, svo sem afsal, kaupsamninga eða uppgjörsyfirlit frá fyrri færsluhirði. Listamenn og Gallerí Viðbótarskjöl kunna að vera áskilin, svo sem staðfesting á viðskiptasögu eða uppgjörsyfirlit sl. þriggja mánaða frá fyrri færsluhirði. Bílasölur Viðbótarskjöl kunna að vera áskilin, svo sem til að staðfesta uppruna ökutækja og staðfestingu á færslum. Námskeið á netinu / Fjarnám Staðfesting á leyfi eða önnur gögn sem staðfesta starfsfemi fyrirtækisins er áskilið. Áhættusöm og ósamvinnuþýð ríki Teya heimilar ekki notkun þjónustu sinnar í tengslum við hvers kyns viðskipti eða sölu á vörum eða þjónustu, hvort sem það er beint eða óbeint, í tengslum við eftirfarandi: Áhættusöm og ósamvinnuþýð ríki – Seljendur sem staðsettir eru í eða búa í lögsagnarumdæmum sem Teya hefur skilgreint sem áhættusöm. Áhættusamir einstaklingar – Seljendur sem Teya hefur skilgreint sem áhættusamir, svo sem vegna lagalegra, samningalegra eða viðskiptalegra ástæðna, þar á meðal þá sem eru á þvingunarlistum útgefnum af Bretlandi, Evrópusambandinu, Sameinuðu þjóðunum eða OFAC (U.S. Office of Foreign Asset Control). Þessi listi er reglulega endurskoðaður og getur breyst í takt við þróun laga og reglugerða. Ef þú ert óviss um hvort viðskipti þín uppfylli ofangreindar kröfur, vinsamlegast hafðu samband við þjónustuver okkar fyrir frekari leiðbeiningar. Teya er meðvitað um að tækni, regluverk og viðskipti eru í stöðugri þróun. Samhliða breyttu landslagi mun áhættuvilji Teya einnig taka breytingum. Eftir sem áður leggur Teya áherslu á að taka tillit til endurgjafar frá seljendum og að vinna með þjónustuveitendum Teya á sviði bankaþjónustu í því skyni að bjóða þjónustu í fleiri atvinnugreinum. Aðferðir okkar munu þróast í takt við tímann til að tryggja að við styðjum við lítil og meðalstór fyrirtæki á sama tíma og við tryggjum áframhaldandi áreiðanleika og öryggi í þjónustu okkar. Var þessi grein gagnleg? Já Nei 0 af 0 fannst þessi grein gagnleg