Teya app - Bilanagreining

  • Uppfærð

Af hverju get ég ekki sótt appið?

Teya appið er aðgengilegt í Apple Store og Google Play Store fyrir tæki sem keyra á iOS 16.1 eða Android 12.

Af hverju fékk ég ekki SMS staðfestingarkóðann?

Ef þú fékkst ekki SMS staðfestingarkóðann gaktu úr skugga um að símanúmer sé rétt og að þú sért að nota símanúmer skráð innan Evrópu.

Hvað á ég að gera ef ég fékk ekki staðfestingarpóstinn?

Staðfestingarpósturinn gæti hafa lent í ruslpósti eða spam-möppu. Vinsamlegast athugaðu í öll pósthólf. Ef þú finnur ekki póstinn getur þú haft samband við þjónustuver okkar fyrir aðstoð.

Af hverju sýnir appið ekki alla samninga mína?

Ef appið sýnir ekki alla samninga sem þú átt að vera með aðgang að getur þú haft samband við þjónustuver okkar.

Af hverju er söluyfirlitið tómt?

  • Ef þú ert nýr söluaðili og hefur ekki enn þá tekið á móti færslum eru engin gögn til að birta. 
  • Ef þú ert núverandi söluaðili hjá Teya og hefur verið að taka á móti færslum en það birtast engar sölur gætir þú þurft að breyta valdri dagsetningu eða nota síur. Það er sjálfgefið að appið birtir daglegt söluyfirlit. Til að breyta því:
    1. Smelltu á Í dag;
    2. Veldu víðara tímabil sem nær yfir færslurnar þínar.

Ef að söluyfirlit birtir enn þá engin gögn getur þú uppfært síðuna með því að draga hana niður.

Ef vandamálið er enn þá til staðar getur þú eytt appinu og sótt það aftur.

Ef þú þarft frekari aðstoð getur þú haft samband við þjónustuver okkar.

Af hverju sé ég ekki ákveðnar færslur?

Uppgjörstíðni færslna er til 03:30 sem þýðir að færslur teknar fyrir þann tíma eru greiddar út næsta virka dag. Færslur teknar eftir þann tíma eru ekki til greiðslu næsta virka dag heldur greiddar út með þar næsta uppgjöri.

Til að skoða hvaða færslur eru í uppgjöri:

  1. Opnaðu öllu uppgjör með því að smella á hjá Síðasta uppgjöri;
  2. Smelltu á það uppgjör sem þú vilt skoða.
  3. Neðst á skjánum sérðu allar færslur í uppgjörinu.

 

Var þessi grein gagnleg?

0 af 0 fannst þessi grein gagnleg