Fyrstu skrefin með Endurkröfur

  • Uppfærð

Hvað er endurkrafa?

Endurkrafa á sér stað þegar þegar korthafi mótmælir kortafærslu í gegnum sinn útgáfubanka en algengustu ástæðurnar eru þegar viðskiptavinur kannast ekki við færslu á kortinu sínu eða lendir í deilum við söluaðila. Ef korthafi telur að um óréttmæta eða sviksamlega færslu sé að ræða getur hann mótmælt henni með því að gera endurkröfu í gegnum sinn banka.

Hver er munurinn á endurkröfu og endurgreiðslu?

Endurgreiðsla

Korthafi skilar vöru til söluaðila sem endurgreiðir korthafa.

Endurkrafa

Korthafi mótmælir færslu hjá bankanum sínum og bankinn sér um bakfærsluna. Söluaðilinn tapar sölu og þarf að greiða endurkörfugjald sem nemur 3.000 kr. fyrir hverja endurkröfu.

Hverjir koma að endurkröfuferlinu?

  • Korthafi (viðskiptavinur) og útgáfubanki;
  • Söluaðili og færsluhirðir;
  • Kortafélögin sjá til þess að öll gögn eru skoðuð.

Hversu langt aftur í tímann er hægt að gera endurkröfu?

Það er hægt að gera endurkröfu á færslu allt að 120 daga aftur í tímann.

Hverjar eru helstu ástæðurnar fyrir endurkröfu?

  • Óþekkt eða óheimiluð færsla;
  • Söluaðili fékk ekki sterka auðkenningu (3DS) fyrir færslunni;
  • Korthafi heldur því fram að hann hafi ekki fengið vöruna eða þjónustuna;
  • Vara eða þjónusta gölluð eða ekki eins og lýst var;
  • Engir afbókunarskilmálar við kaup.

Var þessi grein gagnleg?

0 af 0 fannst þessi grein gagnleg