Teya Iceland Teya Tapp Teya Tapp Fyrstu skrefin með Teya Tapp Uppfærð Mars 19, 2025 11:22 Athugið: Teya Tapp er aðeins aðgengilegt fyrir Android tæki í augnablikinu. Sjá nánari upplýsingar í greininni okkar um Leyfi í appinu og leyfð tæki. Teya Tapp er hentug og þægileg leið fyrir þig til að taka á móti greiðslum með snjallsímanum þínum. Teya Tapp, aðgengilegt í Teya appinu, gerir þér kleift að breyta símanum þínum í posa og taka á móti snertilausum greiðslum með Apple Pay, Google Pay eða öðrum stafrænum kortum. Teya Tapp er aðgengilegt í Teya appinu. Ef þú ert ekki með appið getur þú sótt það í App Store eða Google Play Virkjaðu Teya Tapp í appinu Ef þetta er í fyrsta skipti sem þú notar Teya Tapp Opnaðu Teya appið og smelltu á kortatáknið neðst á skjánum. Smelltu á Byrja. Til að halda áfram er nauðsynlegt að leyfa aðgang að staðsetningu og myndavél. Virkjaðu „Ekki trufla“-stillingu meðan á viðskiptum stendur svo að persónuleg skilaboð sjáist ekki þegar þú ert að taka við greiðslum. Teya Tapp er nú virkt - nú er kominn tími til að taka við greiðslum: Taktu prufu greiðslu með því að fylgja leiðbeiningunum. Þegar þú ert búinn að taka prufu greiðslu getur þú smellt á Ljúka eða æft þig aftur. Þú getur æft þig hvenær sem þú vilt með því að smella á spurningarmerkið efst til hægri og smella á Æfðu þig núna Þú getur læst Teya Business appinu í greiðsluham þannig að það verði takmarkað að taka aðeins á móti greiðslum (getur þá á sama tíma ekki nálgast upplýsingar um sölu eða aðrar viðskiptaupplýsingar). Til að gera það smellir þú á opna lásinn efst til hægri á skjánum og velur Já. Þú getur alltaf slökkt á greiðsluham með því að smella aftur á lásinn. Ef þú ert nú þegar að nota Teya Tapp Opnaðu Teya Business appið. Smelltu á kortatáknið neðst á skjánum. Þú ert núna í greiðsluham: sláðu inn upphæðina sem þú vilt rukka og taktu á móti snertilausum greiðslum! Ef þú vilt gefa öðrum starfsmönnum aðgang að Teya Tapp Fylgdu þessum skrefum ef þú vilt gefa öðrum starfsmönnum aðgang að Teya Tapp: Opnaðu Stillingar í Teya appinu. Veldu Notendur og leyfi, smelltu á bæta við notanda. Sláðu inn notendaupplýsingar (netfang, fornafn og eftirnafn) og veldu hlutverk notanda. Smelltu á Senda Boð til að bæta við nýjum notanda. Ef þú vilt gefa öðrum innan rekstursins aðgang að Teya Tapp Ef þú vilt leyfa einhverjum öðrum innan rekstursins að nota sinn eigin síma til að taka við greiðslum skaltu fyrst fylgja þessum skrefum: Farðu í Stillingar í Teya appin. Veldu Notendur og leyfi og smelltu á + Bæta við notanda. Sláðu inn notenda upplýsingarnar (netfang, fornafn og eftirnafn) og veldu Starfsmaður sem hlutverk. Smelltu á Senda boð til að ljúka beiðni. Starfsmaður þinn mun nú geta tekið við greiðslum með Teya Tapp á Android símanum sínum. Var þessi grein gagnleg? Já Nei 0 af 0 fannst þessi grein gagnleg