Teya Iceland Posagreiðslur Kassakerfi Tenging við Dineout ePOS Uppfærð Nóvember 13, 2024 09:38 Í þessari grein eru leiðbeiningar hvernig á að tengja Teya posa við kassakerfi hjá Dineout ePOS. Hér fyrir neðan er farið yfir allt frá uppsetningarferlinu og hvernig á að taka á móti greiðslu í gegnum kassakerfi frá Dineout með Teya Payments. Settu upp tengingu milli Teya Payments og Dineout ePOS og sendu færslur úr einu kerfi í annað í nokkrum skrefum. Dineout ePOS Skref 1: Tengja við Teya aðganginn þinn Opnaðu ≡Valmyndina í efra vinstra horninu. Opnaðu Stillingar. Smelltu á POS og veldu Teya. Undir Models veldu PosLink. Skannaðu QR-kóðann með símanum þínum. Stimplaðu inn kóðann sem kemur upp og skráðu þig inn með Teya aðganginum þínum. Skref 2: Veldu verslun (e. store) og posa (e. terminal) Veldu þá verslun sem þú vilt tengja Veldu viðeigandi posa sem þú vilt tengja. Þú getur séð raðnúmerið aftan á posanum. Smelltu á Submit. Skref 3: Gerðu prufufærslu Tengingin er núna klár! Þú getur prófað hana með því að smella á Test neðst í hægra horninu. Færsla fyrir 1 kr. verður send í posann. Var þessi grein gagnleg? Já Nei 0 af 0 fannst þessi grein gagnleg