Teya Iceland Posagreiðslur Kassakerfi Tenging við dkPOS Uppfærð Nóvember 12, 2024 16:05 Í þessari grein eru leiðbeiningar hvernig á að tengja Teya posa við kassakerfi hjá DK. Hér fyrir neðan er farið yfir allt frá uppsetningarferlinu og hvernig á að taka á móti greiðslu í gegnum kassakerfi frá DK með Teya Payments. Settu upp tengingu milli Teya Payments og dkPOS og sendu færslur úr einu kerfi í annað í nokkrum skrefum. dkPOS Skref 1: Tengdu Teya aðganginn þinn Skráðu þig inn í dkPOS með starfsmanna- eða verslunaraðgangi. Smelltu á Aðgerðir. Smelltu á Stillingar. Opnaðu Posar flipann. Í POS Terminal type, veldu Teya. Smelltu á Authenticate hnappinn. Skannaðu QR kóðann með símanum þínum. Skráðu þig inn með Teya aðgangnum þínum. Þú færð tilkynningu um að auðkenning hafi tekist. Athugið – Fyrir frekari upplýsingar um innskráningu með Teya aðganginum þínum getur þú skoðað þessa grein – Teya ID. Skref 2: Veldu verslun (e. Store) Veldu viðeigandi verslun. Athugið – Þú getur alltaf endurnýjað store-listann með því að ýta á Get available stores hnappinn. Skref 3: Veldu posa Veldu þann posa sem þú vilt tengja við dkPOS. Athugið – Þú getur alltaf endurnýjað terminal listann með því að ýta á Get terminals in store hnappinn. Þegar þú hefur valið verslun og posa skaltu ekki gleyma að vista stillingar – F12. Að hefja greiðslu Byrjaðu greiðslu með því að velja vöru og smella á Kort/greiðsla hnappinn. Þetta mun senda greiðslubeiðni í posann. Þegar greiðslu er lokið mun kvittun prentast. Endurgreiða færslu Til að endurgreiða síðustu sölu, smelltu á Bakfæra hnappinn. Ýttu á Kort hnappinn aftur til að hefja endurgreiðsluna. Ýttu á Staðfesta að klára endurgreiðsluna. Var þessi grein gagnleg? Já Nei 0 af 0 fannst þessi grein gagnleg