Teya Iceland Raðgreiðslur Einstaklingar Algengar spurningar Uppfærð Febrúar 19, 2025 16:26 Hér eru helstu spurningar sem við fáum frá einstaklingum varðandi Raðgreiðslulán og svör við þeim. Hægt er að dreifa greiðslum við kaup á vöru eða þjónustu á þægilegan máta með því að stofna Raðgreiðslur hjá Teya. Hægt er að dreifa greiðslum allt frá 2 og upp í 36 mánuði. Starfsmaður söluaðila sér um að stofna lánið fyrir þig þegar það kemur að greiðslu - eða þú velur að dreifa greiðslum í gegnum netið á heimasíðu verslunarinnar. Allar upplýsingar um kjör á Raðgreiðslulánum Teya má finna í verðskrá okkar: Verðskrá Teya Mánaðarlega er dregið af kreditkortinu sem skráð er á lánið frá 15-26. hvers mánaðar fyrir næsta gjalddaga. (Sem dæmi: kort skuldfært 15. nóvember fyrir gjalddaga 2. desember). Ef ekki næst að skuldfæra kortið myndast greiðsluseðill í heimabanka þínum fyrir þig til að greiða. Þú getur skráð þig inn á Raðgreiðsluvef Teya með rafrænum skilríkjum til að sjá allar helstu upplýsingar: Raðgreiðslur þínar, mánaðarlegar greiðslur, stöðu lána, afrit af lánasamning og Raðgreiðsluheimild.Smelltu á hlekkinn til að skrá þig inn: Lánavefur Hægt er að greiða upp eða aukalega inn á Raðgreiðslur með hvaða tegund af korti sem er í gegnum örugga greiðslusíðu okkar á lánavefnum. Það kostar ekkert að greiða aukalega inn á lánið og þú greiðir minni vexti í heildina ef þú greiðir lánið þitt fyrr upp.Þú getur skráð þig inn hér til að greiða upp eða inn á lánið: Lánavefur Ef þú þarft að endurnýja kreditkortið sem skráð er á lánið, endilega hafðu samband við okkur í síma 560-1600 milli kl. 8:00-17:00 alla virka daga. ATH: Aldrei senda viðkvæmar upplýsingar líkt og kortanúmer í gegnum tölvupóst eða netspjall. Hægt er að skoða lánamörk á lánavefnum okkar. Ef ástæða synjunar er ekki skýr, vinsamlegast hafðu í síma 560-1600 og við skoðum málið með þér. Var þessi grein gagnleg? Já Nei 0 af 0 fannst þessi grein gagnleg