Shopify viðbót (Plugin)

  • Uppfærð

Til þess að virkja viðbótina hjá Shopify þarftu að fylgja öllum eftirfarandi skrefum. Til þess að viðbótin virki rétt er mikilvægt fylgja öllum skrefum.

 

Hvernig á að hlaða niður og setja upp Shopify viðbótina fyrir Teya

  1. Hlaða niður viðbótinni

    Opna Shopify App Store og hlaða því í þína verslun (Add app → Install App)

  2. Tengjast prófunar-umhverfi
    - Settu inn prófunar-tengiupplýsingar undir Teya App Configuration sem kom í tölvupósti frá sölufulltrúa.
    - Smella á tengja (Connect).
    - Haka í “Enable Test Mode” í glugganum sem opnast þegar búið er að tengja og smella á virkja Teya (Activate Teya).

  3. Framkvæma prufu pöntun
    Núna þarf að búa til eina prufu pöntun á heimasíðunni og klára greiðslu með prufukorti sem kom einnig í tölvupósti frá sölufulltrúa.

 

Hvernig á að breyta greiðslustillingum í Shopify viðbótinni fyrir Teya

Eftir að hafa klárað skrefin hér á undan þarf að gera eftirfarandi:

  1. Fara aftur inn í stillingar (Settings → Payments).
  2. Smella á “Manage” við Teya viðbótina.
    2.png

  3. Haka úr “Test Mode” og vista (save).

  4. Smella á “Manage” í glugganum sem er opinn.

 

34.png

 

Hvernig á að setja inn raun-tengiupplýsingar í Shopify

Smelltu á “Reset” takkann í Teya App Configuration glugganum og skiptu út fyrir raun-tengiupplýsingar sem þú fékkst í tölvupósti frá sölufulltrúa.

⚠️ Mjög mikilvægt er að skipta prófunar-tengiupplýsingunum út fyrir raun-tengiupplýsingarnar

 

 

5.png

 

Það eina sem á eftir að gera er að smella á tengja (connect). Verslunin ykkar er nú tilbúin til að taka við greiðslum viðskiptavina!


Ef þú hefur einhverjar spurningar eða lendir í vandræðum með að virkja viðbótina, ekki hika við að hafa samband við okkur í síma 560-1600 eða með tölvupósti á hjalp@teya.is og við munum svara um hæl!

Var þessi grein gagnleg?

0 af 0 fannst þessi grein gagnleg