Teya Iceland Raðgreiðslur Seljendur Hvernig virkar raðgreiðsluvefurinn? Uppfærð Október 29, 2024 14:12 Leiðbeiningar um raðgreiðsluvefinn fyrir seljendur Raðgreiðslulán Með Raðgreiðslum Teya getur þú boðið þínum viðskiptavinum að dreifa stærri kaupum til allt að 36 mánaða. Raðgreiðslulán Teya eru ætluð einstaklingum. Raðgreiðslur eru einföld, örugg og fljótleg leið til að dreifa greiðslum. Það er einfalt fyrir starfsfólk að klára söluna á vefnum okkar radgreidslur.is og rafrænt samþykki dugir, svo viðskiptin eru pappírslaus. Hvernig virkar raðgreiðsluvefurinn? Vefurinn gerir þér kleift að bjóða viðskiptavinum að dreifa greiðslum þegar um stærri viðskipti er að ræða.Sjá eftirfarandi leiðbeiningar: 1. Byrjað er að setja inn verð vörunnar sem verið er að selja. Því næst er valin tegund láns. Sjálfvalinn fyrsti gjalddagi er 2. næsta mánaðar. En hægt er að velja fyrsta gjalddaga allt að þrem mánuðum fram í tímann. Lánstíminn er síðan valinn eftir því hvernig viðskiptavinurinn vill haga greiðslubyrðinni. Lykiltölur lánsins uppfærast sjálfkrafa og birtast á skýran og aðgengilegan hátt. 2. Kennitala lántaka er slegin inn og síðan eru upplýsingar um hann sjálfkrafa sóttar í þjóðskrá. Bætt er við símanúmeri og netfangi lántaka. Seljandi þarf að fá samþykki lántaka til að kanna lánshæfismat hans hjá Creditinfo. Að lokum eru kortaupplýsingar slegnar inn. Hægt er að nota innlend VISA og MasterCard kreditkort. 3. Næst þarf að fylla út kortaupplýsingar lántaka: Eftir að kortaupplýsingar hafa verið fylltar út og smellt á sækja um þarf lántaki að veita samþykki fyrir lánveitingu. Staðfesting getur verið rafræn eða með undirskrift. Rafræna undirritun framkvæmir lántaki í símanum sínum með rafrænum skilríkjum. Ef óskað er eftir að skrifa undir útprentaðan lánasamning er hann prentaður í tvíriti. Hann er undirritaður af bæði lántaka og afgreiðslumanni. ATH seljendum er skilt að geyma undirritað eintak hjá sér ef samningur er undirritaður á pappír. Þá hefur lánsumsókn verið afgreidd og afrit af lánasamningi og helstu upplýsingar sendar á netfang lántaka. Teymið okkar er til staðar skyldir þú hafa einhverjar spurningar. Þú getur haft samband við okkur í gegnum netspjall á heimasíðunni okkar, sent okkur tölvupóst á netfangið hjalp@teya.is eða hringt í síma 560-1600. Var þessi grein gagnleg? Já Nei 0 af 0 fannst þessi grein gagnleg