Teya Iceland Þjónustuvefir Viðskiptagátt Viðskiptagátt Uppfærð Febrúar 20, 2025 16:01 Viðskiptagáttin gerir þér kleift að sjá öll þín viðskipti og stjórna aðganginum þínum. Þú getur skoðað færslur, uppgjör og uppfært fyrirtækjaupplýsingar í gegnum Viðskiptagáttina. Viðskiptagáttin er hönnuð fyrir notendur sem nota greiðslulausn Teya. Ef þú ert að nota greiðslulausn Teya ættir þú að hafa aðgang að Viðskiptagáttinni. Aðgangur að Viðskiptagátt Þú getur skráð þig inn á Viðskiptagáttina í gegnum vafra á tölvunni þinni, spjaldtölvu eða á farsíma. Farðu einfaldlega á Viðskiptagáttina og skráðu þig inn með netfangi og lykilorði. Viðskiptagáttin kostar ekki neitt fyrir viðskiptavini Teya! Vefurinn er farsímavænn sem þýðir að hægt er að skrá sig inn og nota hann í bæði snjallsíma og spjaldtölvu. Þú getur skoðað færslur og uppgjör, uppfært aðgangsupplýsingar þínar og margt fleira, sem einfaldar þér að hafa yfirsýn yfir reksturinn á ferðinni. Ef þú lendir í einhverjum vandræðum eða hefur spurningar um Viðskiptagáttina getur þú haft samband við þjónustuver okkar í síma 560-1600, sent okkur póst á hjalp@teya.is eða sent okkur línu á netspjallinu okkar. Teymið okkar er til staðar til að aðstoða þig með allar spurningar eða vandamál sem þú gætir haft. Viðskiptagátt - Stillingar Bæta við notanda Þú getur bætt við mörgum notendum að gáttinni fyrir fyrirtækið þitt, hver notandi er með sínar aðgangsupplýsingar. 1. Skráðu þig inn á Viðskiptagáttina.2. Farðu í ⚙️Stillingar.3. Veldu Notendur og leyfi.4. Smelltu á Bæta við notanda +. Þú getur skoðað og uppfært notendur sem hafa aðgang að fyrirtækinu þínu í Viðskiptagáttinni. Uppfæra fyrirtækjaupplýsingar Skráðu þig inn á Viðskiptagáttina. Farðu í ⚙️Stillingar. Veldu samning til þess að uppfæra upplýsingar (nafn, heimilisfang, upplýsingar tengiliðs). Athugið – Til að uppfæra aðrar upplýsingar, vinsamlegast hafðu samband við viðskiptaver. Uppfæra aðgangsupplýsingar Skráðu þig inn á Viðskiptagáttina. Farðu í Stjórna aðgangi með því að smella á upphafsstafina þína í efra hægra horninu. Í augnablikinu er aðeins hægt að breyta nafni. Uppfæra bankareikningsupplýsingar Vinsamlegast hafðu samband við viðskiptaver Teya til þess að uppfæra bankareikning. Skoða færslur í Viðskiptagáttinni Færslur eru uppfærðar í rauntíma* á vefnum svo þú getur alltaf séð nýjustu færslurnar. *Færslur í PAX eða Sunmi posa frá Teya birtast á vefnum í rauntíma. Verifone posafærslur og vefgreiðslur birtast næsta virka dag. Til að skoða færslur: Skráðu þig inn á Viðskiptagáttina. Smelltu á Færslur. Notaðu síur 🔍 til að leita af færslum. Athugið – Þú getur síað færslur út frá dagsetningu og leitað af færslum með því að nota seinustu 4 tölustafi í kortanúmeri. Hægt er að skoða færsluupplýsingar fyrir einstakar færslur á vefnum, þar á meðal færsluupphæð, dagsetningu, kortategund og tímalínu af atburðum sem tengjast færslunni. Það er ekki hægt í augnablikinu. Notaðu Teya appið til að endurgreiða posafærslur og B-Online til að endurgreiða veffærslur. Já, smelltu á Sækja efst í hægra horninu til að hlaða niður .csv færsluskrá. Skoða uppgjör í Viðskiptagáttinni Uppgjör er sú upphæð sem Teya greiðir til viðskiptavina sinna eftir að færslugjöld hafa verið dregin af heildarupphæð færslna. Þú getur skoðað uppgjör og sundurliðun uppgjörs í gáttinni. Í sundurliðun uppgjörs getur þú séð upphæð uppgjörs, uppgjörsdagsetningu og færslur í viðeigandi uppgjöri. Uppgjör eru daglega og aðeins á virkum dögum. Þú getur búist við að fá greitt næsta virka dag frá því að færsla var tekin, að undanteknum almennum frídögum. Til að sækja uppgjörsskýrslu: Opnaðu Uppgjör. Smelltu á það uppgjör sem þú vilt skoða. Smelltu á til að hlaða niður uppgjörsskýrslu. Endurgreiða í Viðskiptagáttinni Það er ekki hægt að endurgreiða færslur í Viðskiptagátt Teya eins og er. Notaðu Teya appið til að endurgreiða posafærslur og B-Online til að endurgreiða veffærslur. Var þessi grein gagnleg? Já Nei 0 af 0 fannst þessi grein gagnleg