Fyrstu skrefin með söluyfirlit

  • Uppfærð

Fyrstu skrefin með söluyfirlit

Söluyfirlit er hannað til þess að veita þér nákvæma samantekt yfir söluna þína. Fáðu greinargóða innsýn og einfaldaðu reksturinn með posanum.

Hvernig get ég nýtt mér söluyfirlit á skilvirkan hátt?

Til að byrja mælum við með að kynna þér þennan eiginleika í Teya posanum. Þú getur nálgast helstu upplýsingar með því að smella á Sjá algengar spurningar í söluyfirlitinu.

Hér eru fjórar leiðir hvernig þú getur notað söluyfirlit:

  1. Fylgstu með daglegri sölu: Opnaðu söluyfirlit hvenær sem er yfir daginn til að sjá samantekt á sölutölum dagsins frá opnunartíma (sjálfgefinn upphafstími).
  2. Skráðu vaktir fyrir starfsfólkið þitt: Starfsfólkið þitt getur skráð sölur sem eru gerðar á þeirra vakt. Sjá nánari upplýsingar hér fyrir neðan undir “Nota söluyfirlit til að skrá vaktir”.
  3. Skoðaðu eldri samantektir: Notaðu tímavalið til að skoða eldri samantektir frá hvaða tímabili sem er á hvaða posa sem er.
  4. Prentaðu út söluyfirlit: Þegar þú ýtir á Vista í samantektir (handvirkt eða sjálfvirkt) getur þú prentað út söluyfirlit fyrir valið tímabil.

Ef rafhlaðan á posanum er undir 15% er ekki hægt að prenta út söluyfirlit. Gakktu úr skugga um að posinn hafi næga hleðslu eða settu hann í hleðslu og reyndu aftur.

Nota söluyfirlit til þess að loka deginum

Þú getur notað söluyfirlit til þess að loka deginum og vista sölutölur. Þú getur nýtt þér sjálfvirkar daglegar lokanir, þar sem posinn vistar sjálfkrafa allar færslur á 24 klukkustunda fresti á sjálfgefnum upphafstíma. Það er hægt að breyta upphafstíma með því að opna stillingar í söluyfirlitinu og velja tíma sem samsvarar þínum opnunartíma. Þú getur séð sjálfvirkar lokanir undir Vistaðar samantektir. Ef þörf er á getur þú einnig slökkt á þessari virkni.

Athugaðu að sjálfvirk vistun skráir aðeins sölutölur fyrir þann eina posa. Til að fá yfirlit yfir marga posa þarftu að velja alla posa og ýta á Vista í samantektir.

Þú getur einnig lokað deginum handvirkt. Veldu einfaldlega tímabil og ýttu á Vista í samantektir.

Nota söluyfirlit til að skrá vaktir

Söluyfirlit auðveldar starfsfólki að skrá sölutölur á þeirra vöktum.

  1. Stilltu tímabilið: Aðlagaðu tímabilið til að samsvara lengd vaktarinnar.
  2. Vistaðu vaktina: Ýttu á “Vista í samantektir” til að skrá sölutölurnar - þú getur einnig prentað út samantektina.
  3. Settu upp sjálfvirkan upphafstíma fyrir næstu vakt: Upphafstíminn uppfærist sjálfkrafa í lok síðustu vaktar þannig að næsta vakt þarf aðeins að ýta á Vista í samantektir þegar hún er búin.

Hvernig get ég séð sundurliðun eftir kortategund?

Söluyfirlit sýnir sundurliðun eftir kortategund, þar sem er hægt að sjá fjölda færslna og heildarsölu fyrir hverja tegund.

Hvernig get ég séð eldri samantektir?

Allar lokanir síðustu 30 daga sem voru í Samantektir hafa verið sjálfkrafa fluttar yfir í nýja söluyfirlitið. Þú getur einnig notað tímavalið til að skoða fyrri samantektir frá hvaða tímabili sem er.

Ég bað um að breyta lokunartíma samantektar. Þarf ég að biðja um það aftur?

Nei, áður skilgreindur lokunartími hefur verið sjálfkrafa breytt í sjálfgefinn upphafstími í söluyfirlitinu. Þú getur breytt upphafstíma í stillingum.

Af hverju stemmir uppgjörsupphæð ekki við söluyfirlitið úr posanum?

Söluyfirlit sýnir heildarsölu (brúttó) án þóknana. Einnig getur uppgjörstímabil Teya verið annað en valið sölutímabil sem þú hefur valið.

 

Var þessi grein gagnleg?

0 af 0 fannst þessi grein gagnleg