Endurgreiða posa og veffærslur á B-Online

  • Uppfærð
Á Þjónustuvefnum er hægt að endurgreiða viðskiptavinum þínum fyrir bæði posafærslur og veffærslur. Endurgreiðslan getur verið að fullu eða að hluta, háð þeirri vöru og þjónustu sem viðskiptavinir þínir eru að skila.
 

Endurgreiða posafærslur á Þjónustuvefnum

Lestu frekari leiðbeiningar hér að neðan til að læra hvernig á að endurgreiða posafærslur á Þjónustuvefnum þínum.
ATH: Til að endurgreiða PAX posafærslur þarf að gera það beint úr posanum eða í gegnum Teya appið.
  1. Skráðu þig inn á Þjónustuvefinn.​
  2. Á valmyndinni vinstra megin skaltu velja Greiðslukort > Færslur.
  3. Leitaðu að færslunni sem þú vilt endurgreiða með því að nota mismunandi síur, t.d. dagsetningu eða tímabili.
  4. Veldu Seljendasamning.
  5. Finndu færsluna sem þú vilt endurgreiða.
  6. Staðfestu allar upplýsingar og ýttu á Endurgreiða. Athugið: Fyrir fulla endurgreiðslu þarf ekki að breyta neinu. Fyrir endurgreiðsla að hluta þarft þú hins vegar að breyta upphæðinni í þá upphæð sem þú vilt endurgreiða.
  7. Þú getur líka valið netfang sem þú getur sent á viðskiptavininn svo þeir viti stöðuna á endurgreiðslunni.
  8. Þú getur líka bætt við frekari upplýsingum sem koma fram á endurgreiðslukvittuninni.
  9. Þegar þú hefur sett allar nauðsynlegar upplýsingar inn þarftu að ýta á Staðfesta endurgreiðslu.
  10. Endurgreiðslan ætti að berast korthafa á næstu 3-10 dögum.

 

Endurgreiða veffærslur á Þjónustuvefnum

Hér að neðan eru leiðbeiningar til að læra hvernig á að endurgreiða viðskipti fyrir veffærslur á Þjónustuvefnum þínum.
 
  1. Skráðu þig inn á Þjónustuvefinn.
  2. Á valmyndinni vinstra megin skaltu velja Vefgreiðslur > Færslur.
  3. Leitaðu að færslunni sem þú vilt endurgreiða með því að nota mismunandi síur, t.d. tímabil, upphæð, kortanúmer eða RRN.
  4. Veldu Seljendasamning.
  5. Finndu færsluna sem þú vilt endurgreiða.
  6. Staðfestu allar upplýsingar og ýttu á Endurgreiða.
  7. Áður en þú staðfestir endurgreiðsluna hefurðu tækifæri á að senda viðskiptavinum þínum Endurgreiðslukvittun í tölvupósti með skýringu á endurgreiðslunni.
  8. Þegar þú hefur sett allar nauðsynlegar upplýsingar inn þarftu að ýta á Staðfesta endurgreiðslu
  9. Endurgreiðslan ætti að berast korthafa á næstu 3-10 dögum.

 

Hætta við endurgreiðslu á veffærslu

Ef þú gerðir mistök og vilt afturkalla endurgreiðsluna hefurðu möguleika á að ýta á Hætta við til miðnættis sama dag og þú endurgreiddir færsluna. Afturköllun verður ekki möguleg eftir miðnætti.   
 

Var þessi grein gagnleg?

0 af 0 fannst þessi grein gagnleg