Fyrstu skrefin með Myntval

  • Uppfærð

Hvað er myntval?

Með myntval eða Dynamic Currency Conversion (DCC) getur þú boðið erlendum viðskiptavinum að greiða fyrir vöru eða þjónustu í sínum eigin gjaldmiðli.

Þessi eiginleiki er sjálfkrafa virkur en hægt er að slökkva á honum hvenær sem er.

Fylgir aukakostnaður að bjóða upp á myntval?

Nei, það fylgir enginn kostnaður að bjóða upp á myntval það hefur ekki áhrif á uppgjör þín. Þú munt alltaf fá greitt í þeim gjaldmiðli sem þú slærð inn, óháð valið viðskiptavinar.

Greiðir viðskiptavinur aukalega með myntvali?

Í posanum getur viðskiptavinur valið á milli:

  • Greiða í sínum gjaldmiðli með myntvali með því gengi sem er birt í posanum.
  • Greiða í staðargjaldmiðli þar sem gengið er ákveðið af banka viðskiptavinar.

Hvaða kortafélög styðja myntval?

Myntval er í boði fyrir VISA og Mastercard kortafærslur.

Er lágmarks færsluupphæð fyrir myntval?

Já, Myntval er sjálfkrafa boðið fyrir færslur hærri en:

  • 5 GBP
  • 5 EUR
  • 199 CZK
  • 1.872 HUF
  • 733 ISK
  • 38 DKK
 

Hvaða gjaldmiðlar eru studdir?

  • AED
  • AUD
  • CAD
  • CHF
  • CNY
  • CZK
  • EUR
  • USD
  • GBP
  • HUF
  • ILS
  • ISK
  • JPY
  • SEK
  • PLN
  • NOK
  • DKK
  • TWD
  • BRL
  • KRW
  • TRY
  • SAR
  • KWD
  • RSD
  • HKD
  • MXN
  • QAR

Kröfur kortafélaga fyrir myntval

  • Korthafi þarf að fá möguleika á að samþykkja eða hafna myntvali;

  • Söluaðili má ekki taka ákvörðun fyrir korthafa;

  • Myntval hefur ekki áhrif á rétt korthafa að krefjast endurgreiðslu skv. gildandi lögum eða öðrum reglum kortafélaga.

Hvernig get ég tryggt að fyrirtækið mitt fylgi reglum kortafélaga

Til að tryggja að fyrirtækið þitt fylgi reglum kortafélaga þarf að hafa eftirfarandi í huga:

  • Viðskiptavinir mega ekki vera undir þrýstingi að velja myntval. Þeir ættu að vel upplýstir um gengi og hugsanlega álagningu áður en þeir taka ákvörðun.

  • Ef viðskiptavinur greiðir með myntval skal bjóða honum kvittun úr posanum í stað kassakerfinu. Kvittun úr kassakerfinu sýnir ekki endanlega upphæð í gjaldmiðli viðskiptavinar, sem getur valdið ruglingi um nákvæma upphæð sem var gjaldfærð.

Teya tryggir að viðskiptavinir:

  • Sjái skýrt gengið og öll gjöld á posanum áður en greiðsla er staðfest.

  • Fái kvittun sem inniheldur yfirlýsingu um samþykki fyrir myntvali: "I have been offered a choice of currencies and have chosen to accept DCC and pay in [XXX] at the exchange rate offered by Teya."

 

Var þessi grein gagnleg?

0 af 0 fannst þessi grein gagnleg