Hvernig endurgreiði ég í Teya appinu?

  • Uppfærð

Þú getur endurgreitt allar posafærslur beint úr Teya appinu. Fylgdu þessum skrefum til þess að endurgreiða:

  1. Opnaður Teya appið í símanum þínum;
  2. Skráðu þig inn með lykilorði eða lífkenni;
  3. Til þess að sjá allar færslur smelltu á Örina → hjá Síðustu færslur;
  4. Finndu þá færslu sem þú vilt endurgreiða með því að renna í gegnum listann eða nota síur;
  5. Smelltu á færsluna þegar þú hefur fundið hana;
  6. Smelltu á Endurgreiða;
  7. Þú getur annað hvort endurgreitt fulla upphæð eða að hluta til með því að slá inn þá upphæð sem þú vilt endurgreiða;
  8. Staðfestu endurgreiðslu með lífkenni eða PIN númeri.

Ef endurgreiðsla tekst mun staða færslunnar breytast úr Greiðsla samþykkt í Greiðsla ógild eða Endurgreiðsla samþykkt.

Ef endurgreiðsla tekst ekki mun staða færslunnar breytast í Endurgreiðslu hafnað. Fyrir nánari upplýsingar um stöður færslna getur þú skoðað þessa grein.

Ef þú endurgreiðir færslu að hluta til getur þú endurgreitt eftirstöðvar seinna. Vinsamlegast athugið að það getur tekið allt að 7 virka daga fyrir viðskiptavin að sjá endurgreiðsluna á kortinu sínu, fer eftir banka viðskiptavinar.

Var þessi grein gagnleg?

0 af 0 fannst þessi grein gagnleg